Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Betri minningar en hjá pabbanum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 21. ágúst 2023 kl. 11:01

Betri minningar en hjá pabbanum

Nýi unglingameistari pilta 19-21 árs, Veigar Heiðarsson lék við hvern sinn fingur á Íslandsmótinu í Eyjum um síðustu helgi og mun hafa betri minningar frá golfvellinum í Eyjum en faðir hans, Heiðar Davíð Bragason.

Veigar tryggði sér titilinn og fékk fugl á síðustu fimm holurnar og vann nýbakaðan Íslandsmeistara karla, Loga Sigurðsson, með einu höggi. Þeir háðu svakalegt einvígi sem náði hápunkti á síðustu níu holunum. Faðir Veigar, Heiðar Davíð Bragason, fylgdist með í Eyjum og tók myndskeið af syninum (sem sjá má á Instagram reikningi Heiðars) þegar Veigar tryggði sér þennan sæta sigur. Líklega hefur hugur pabbans farið aftur um fimmtán ár þegar hann lenti í vondum málum í lok Íslandsmótsins 2008 í Eyjum.

Örninn 2025
Örninn 2025

Heiðar Davíð á ekki eins góðar minningar frá lokakaflanum. Heiðar var hann kominn með aðra hönd á sinn annan Íslandsmeistaratitil í lokahring þegar hann setti þrjá bolta út fyrir vallarmörk í upphafshöggi á 16. braut í lokahringnum og missti þannig niður gott forskot. Hann tapaði svo í þriggja manna umspili og varð að sætta sig við 2. sætið.