Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Birgir Leifur jafn í 85. sæti eftir fyrsta hringinn
Birgir Leifur Hafþórsson.
Fimmtudagur 4. október 2018 kl. 19:22

Birgir Leifur jafn í 85. sæti eftir fyrsta hringinn

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er jafn í 85. sæti eftir fyrsta hringinn á Opna írska mótinu sem fer fram á Áskorendamótaröðinni í golfi.

Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á 4 höggum yfir pari eða 76 höggum. Hringurinn byrjaði ekki nógu vel en Birgir var kominn á 4 högg yfir par eftir fjórar holur þar sem hann byrjaði á 10. holu. Skorkortið hans má sjá hér fyrir neðan.

Eftir tvo hringi er skorið niður í mótinu og komast þá um 70 efstu kylfingarnir áfram. Birgir þarf því að leika vel á morgun til þess að komast áfram.

Rhys Enoch er í efsta sæti á 6 höggum undir pari, höggi á undan þremur kylfingum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)