Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Birgir Leifur lék annan hringinn á tveimur undir pari
Miðvikudagur 26. október 2011 kl. 18:48

Birgir Leifur lék annan hringinn á tveimur undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék annan hringinn á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir PGA-mótaröðina á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hann er því samtals á einu höggi undir pari þegar mótið er hálfnað en leiknir eru fjórir hringir. Hann lék fyrsta hringinn á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Mótið fer fram á Magnolia vellinum í Pinehurst, Norður-Karólínu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Birgir sagði í samtali við Kylfing.is að hann hefði verið að leika vel í dag en hafi farið illa með mörg færi. „Það var margt jákvætt í mínum leik í dag og þetta er skref í rétta átt. Ég fór hins vegar illa með mörg færi og hikstaði svo aðeins í lokin með tveimur skollum. Ég verð að vera meira á tánum því manni er refsað strax,“ sagði Birgir eftir hringinn í dag.

Hann hóf leik á 1. teig í dag og var best kominn fjórum höggum undir par eftir góðan fugl á 12. holu. Tveir skollar á 15. og 17. holu voru vonbrigði fyrir Birgi en búast má við að Birgir fari aðeins upp töfluna eftir hringinn í dag.Ekki er búið að birta skor hjá öllum keppendum á öðrum hring og því óljóst í hvaða sæti Birgir er að svo stöddu. Hann þarf að öllum líkindum að vera í 22. sæti eða ofar í mótinu til að komast áfram á annað stig.

Skorkortið hjá Birgi í mótinu: