Fréttir

Bjarney og Ragnar sigruðu á Heimslistamótinu hjá Oddi
Þorvaldur Þorsteinsson, framkv.stjóri GO, Ragnar Már Garðarsson GKG, Aron Snær Júlíusson GKG, Böðvar Bragi Pálsson GR og Bjarney Ósk Harðardóttir GR. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 25. ágúst 2019 kl. 10:32

Bjarney og Ragnar sigruðu á Heimslistamótinu hjá Oddi

Annað mótið af þremur í Heimslistamótaröðinni fór fram um helgina í blíðskaparveðri á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.

Keppendur léku tvo hringi á föstudaginn og lokahringurinn var haldinn á laugardeginum. Ragnar Már Garðarsson úr GKG stóð uppi sem sigurvegari í karlaflokki á samtals einu höggi undir pari.

Ragnar lék hringina þrjá á 212 höggum, tveimur höggum betur en Aron Snær Júlíusson úr GKG sem lék á 214 höggum. Í þriðja sæti var Böðvar Bragi Pálsson úr GR á 216 höggum.


Ragnar endaði mótið á höggi undir pari.

Í kvennaflokki var einungis einn keppandi, Bjarney Ósk Harðardóttir úr GR, sem lék á 265 höggum.


Skorkort Bjarneyjar á lokahringnum.

Þriðja og síðasta mótið í Heimslistamótaröðinni fer fram í GR dagana 13.-15. september.