Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Björn og Hlynur léku báðir á Lone Star Invitational
Björn Óskar Guðjónsson.Mynd: seth@golf.is
Miðvikudagur 12. september 2018 kl. 09:00

Björn og Hlynur léku báðir á Lone Star Invitational

Björn Óskar Guðjónsson, GM, og Hlynur Bergsson, GKG, voru báðir á meðal keppenda dagana 11.-12. september á Lone Star Invitational mótinu sem er hluti af háskólagolfinu.

Hlynur er á sínu fyrsta ári í University of North Texas og komst hann beint í liðið fyrir mótið. Björn Óskar byrjaði í háskólagolfinu í fyrra en hann leikur fyrir Louisiana Lafayette skólann.

Lið Hlyns endaði í 9. sæti af 15 liðum á 24 höggum yfir pari. Hlynur lék á 12 höggum yfir pari og endaði í 63. sæti í einstaklingskeppninni.

Lið Björns endaði í 10. sæti á 27 höggum yfir pari. Björn lék flott golf á öðrum hringnum og kom inn á höggi yfir pari en hann lék samtals á 9 höggum yfir pari á hringjunum tveimur.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.


Hlynur Bergsson. Mynd: golfsupport.nl.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is