Brast í grát í beinni útsendingu
Enski kylfingurinn Matt Wallace gat ekki haldið leynt tilfinningum sínum og brast í grát í viðtali við Sky sjónvarpsstöðina eftir mótið í Sviss á DP mótaröðinni um síðustu helgi. Þetta var síðasta mótið áður en Luke Donald, einvaldur Ryderliðs Evrópu tilkynnti val sitt á sex kylfingum í Evrópuliðið.
Sex efstu á stigalistanum voru búnir að tryggja sig í liðið. Wallace var í 12. sæti á stigalistanum og taldi sig eiga möguleika að hann yrði meðal sex sem yrðu valdir, ef hann sigraði á mótinu í Crans Montana í Sviss. Hann náði ekki að verja titilinn og endaði í 4. sæti í mótinu. Þegar hann var spurður í viðtalinu út í Ryderliðið komu engin orð í hálfa mínútu og ástandið varð vandræðalegt vægast sagt eins og sjá má í myndskeiðinu.
"I'll never give up on the Ryder Cup!"
Matt Wallace breaks down in tears over Team Europe hopes 🇪🇺 pic.twitter.com/6k2i7H5en3