Fréttir

Dagbjartur lék á 66 höggum á Haustmóti GM og Prósjoppunnar
Frá vinstri: Kristófer Karl, Dagbjartur, Elvar Már og Aron Snær.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 5. október 2020 kl. 10:04

Dagbjartur lék á 66 höggum á Haustmóti GM og Prósjoppunnar

Haustmót GM og Prósjoppunnar fór fram á sunnudaginn á Hlíðavelli við góðar aðstæður. Mótið var hugsað fyrir bestu kylfinga landsins til lengingar á keppnistímabilinu.

Leikfyrirkomulag var höggleikur án forgjafar og sáust stórkostleg tilþrif á vellinum. Dagbjartur Sigurbrandsson GR lék manna best í mótinu en hann spilaði á 66 höggum (-6) á hvítum teigum.

Alls fékk Dagbjartur fjóra fugla og einn örn en hann tapaði ekki höggi á hringnum. Fjórir kylfingar deildu öðru sætinu á 69 höggum (-3) en það voru þeir Elvar Már Kristinsson, Tómas Eiríksson Hjaltested, Aron Snær Júlíusson og Kristófer Karl Karlsson.

Aron Snær átti líklega skrautlegasta skorkortið af hópnum en hann fékk alls þrjá erni, fjóra fugla, þrjá skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum.

Veitt voru verðlaun fyrir efstu 5 sætin í mótinu en úrslit urðu með eftirfarandi hætti:

1. sæti - Dagbjartur Sigurbrandsson 66 högg
2.- 5. sæti - Elvar Már Kristinsson 69 högg
2.- 5. sæti - Tómas Eiríksson Hjaltested 69 högg
2.- 5. sæti - Aron Snær Júlíusson 69 högg
2.- 5. sæti - Kristófer Karl Karlsson 69 högg

Öll úrslit mótsins má finna hér.

Næstur holu á 18. braut

Ísleifur Arnórsson 1,98 m