Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Draumahringur Gunnars Þórs á Mýrinni
Gunnar Þór Heimisson lék á 60 höggum á lokahring Meistaramóts GKG. Ljósmynd: GKG
Ólafur Pálsson
Ólafur Pálsson skrifar
sunnudaginn 10. júlí 2022 kl. 23:19

Draumahringur Gunnars Þórs á Mýrinni

Íþróttastarfið hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er öflugt. Í Meistaramóti GKG, flokki 13-14 ára drengja, sem fór fram á Mýrinni, lék Gunnar Þór Heimisson sannkallaðan draumahring. Gunnar var samtals á 8 höggum yfir pari fyrir lokahringinn, tíu höggum á eftir Arnari Daða Svavarssyni sem var á 2 höggum undir pari fyrir hringinn.

Gunnar Þór gerði sér lítið fyrir og lék lokahringinn á 60 höggum eða á 8 höggum undir pari Mýrinnar. Arnar Daði lék lokahringinn á sama tíma á 2 höggum yfir pari og þeir félagar því efstir og jafnir. Gunnar fékk fugl á fyrstu holu í bráðabana og tryggði sér sigurinn. Sannarlega frábær árangur. Snorri Hjaltason hafnaði í þriðja sæti á mótinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Þeir Gunnar Þór og Arnar Daði geta báðir vel við unað en þeir léku hringina þrjá samtals á 204 höggum eða á pari Mýrinnar. Leikið var á teigum 41 á Mýrinni. Gunnar Þór er skráður með 4,5 í forgjöf og Arnar Daði með 3,1 - virkilega efnilegir kylfingar, báðir tveir.

Gunnar Þór fékk tvo skolla, sex fugla og tvo glæsilega erni á hringnum.

Lokastaðan á mótinu

Arnar Daði Svavarsson, Snorri Hjaltason og Gunnar Þór Heimisson ásamt Úlfari Jónssyni og Stefaníu Kristínu Valgeirsdóttur frá GKG við verðlaunaafhendingu eftir Nettó mótið í júní. Ljósmynd: GKG/Marinó Már