Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Efsti maður heimlistans sýndi styrk sinn og vann PGA risamótið
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 19. maí 2025 kl. 12:19

Efsti maður heimlistans sýndi styrk sinn og vann PGA risamótið

Efsti maður heimslistans í golfi, Scottie Scheffler sýndi mátt sinn og megin þegar hann vann PGA risamótið með fimm högga mun á Quail Hollow golfvellinum í N-Karólínu í gær. Hann lék 72 holurnar á 11 undir pari.

Eftir rólega byrjun á árinu hefur kappinn unnið síðustu tvö mót ársins á PGA mótaröðinni.

Spánverjinn John Ram andaði ofan í hálsmálið á Scheffler og jafnaði við hann þegar átta holur voru eftir en þá sýndi Scheffler styrk sinn og lék best síðustu holurnar og tryggði sér sigur. Spánverjinn tapaði hins vegar fjórum höggum á síðustu þremur brautunum og datt niður listann og endaði í 8. sæti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Bandaríkjamennirnir Harris English, Bryson DeChambeau og Davis Riley enduðu jafnir í 2.-4. sæti á 6 undir pari.

Lokastaðan.