Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Ein besta áhugakona í heimi í veseni eftir að hafa leikið í auglýsingu
Lucy Li
Þriðjudagur 8. janúar 2019 kl. 10:00

Ein besta áhugakona í heimi í veseni eftir að hafa leikið í auglýsingu

Lucy Li er eflaust ekki öllum lesendum kylfings kunn en hún hefur samt afrekað mikið á sínum stutta ferli. 

Li er frá Bandaríkjunum og er fædd árið 2002 og er hún yngsti kvennkylfingur til að hafa leikið á Opna bandaríska kvennamótinu, sem er eitt af risamótum hvers árs, og var hún einnig sú yngsta til að komast inn á Opna bandaríska áhugakvennamótið. Hún er sem stendur í níunda sæti heimslista áhugamanna en það gæti aftur á móti breyst snarlega eftir að hafa leikið í auglýsingu fyrir Apple.

Reglur hjá bandaríska golfsambandinu kveða á um það að áhugakylfingar mega ekki undir neinum kringumstæðum auglýsa vörur fyrir fyrirtæki. Foreldrar Li segja að hún hafi ekki fengið neitt borgað fyrir auglýsinguna en reglan segir að það skipti ekki neinu máli.

Með því að hafa leikið í auglýsingunni hefur Li brotið reglur golfsambandsins og þykir nú mjög líklegt að þessi 16 ára kylfingu verði að gerast atvinnukylfingur í framhaldinu.

Nánar má heyra hvað fréttamenn vestanhafs höfðu að segja um málið hér að neðan.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)