Golfhöllin
Golfhöllin

Fréttir

Ein spöruð mínúta á teigtíma á golfvöllum GR skapar 30 nýja á dag
Mánudagur 8. júní 2020 kl. 12:57

Ein spöruð mínúta á teigtíma á golfvöllum GR skapar 30 nýja á dag

Mikil aukning í ástundun hjá Golfkúbbi Reykjavíkur. Meiri leikhraði með nýjum leikreglum. Fjölga teigtímum með því að færa þá úr 10 mínútum í níu

Rástímum hefur verið fjölgað hjá Golfklúbbi Reykjavíkur með því að ræsa út á 9 mínútna fresti í stað tíu mínútna. Með þessu fyrirkomulagi bætast daglega við tíu holl í Grafarholti, önnur tíu holl á 18 holu Korpu og tíu holl í viðbót á Korpu 9 holur. Þarna bætast daglega við 30 holl eða 120 kylfingar.

Ómar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri GR segir að það hafi verið mikil aukning á völlum klúbbsins í vor og þá hafi breyttar leikreglur eins og með flaggstöng í þegar púttað er og hrífur ekki í glompum auk þess sem margir leika núna „ready golf“ haft mikið að segja í auknum leikhraða. Meðal leikhraði á 18 holum að undanförnu hefur verið inn við 4 klukkustundir á völlum GR. „Þetta er enn meira áberandi með þeim sóttvarnareglum sem hafa verið í gildi og býður upp á tækifæri til þess að ræsa út hraðar og stytta tímann á milli rástíma um eina mínútu. Það skiptir máli í svona fjölmennum klúbbi eins og hjá okkur,“ segir Ómar Örn.

Örninn 2025
Örninn 2025

Á viku bætast þá við 210 holl eða 840 kylfingar .

Ákveðið hefur verið að þessar breytingar taki gildi frá og með 15. júní, þýðir það að þegar opnað verður fyrir rástímabókanir kl. 22:00 á fimmtudagskvöld þurfa félagsmenn að velja eftirfarandi velli til að bóka mánudaginn:

  • GR – Grafarholt 18 holur (Kl. 8-22) – 9 mín
  • GR – Korpa 18 holur (Kl. 8-22) – 9 mín
  • GR – Korpa 9 holur (Kl. 9-22) – 9 mín

Ef aftur á móti á að gera breytingar á áður bókuðum rástímum fyrir dagana 12. – 14. júní þá þarf að hafa í huga að velja þessa velli:

  • GR – Grafarholt 18 holur (Kl. 8-22) – 10 mín
  • GR – Korpa 18 holur (Kl. 8-22) – 10 mín
  • GR – Korpa 9 holur (Kl. 9-22) – 10 mín

Til að breyting sem þessi virki sem best þá er mikilvægt að minna á ábyrgð kylfinga við að halda uppi leikhraða þegar leikið er á völlum félagsins, segir á heimsíðu GR.