Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Eldur brenndi stúkur á Safeway Open
Miðvikudagur 11. október 2017 kl. 08:00

Eldur brenndi stúkur á Safeway Open

Safeway Open mótið kláraðist síðastliðin sunnudag og var þetta fyrsta mót PGA mótaraðarinnar fyrir tímabilið 2017-2018. Það var Brendan Steele sem vann mótið, en hann vann mótið einnig í fyrra. 

Mótið fór fram á Silverado vellinum í Napa í Kaliforníu. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarið hafa geysað miklu eldar og er það einmitt á því svæði sem völlurinn er.

Örninn 2025
Örninn 2025

Nú í gær birtust myndir frá vellinum og hafði þá eldur náð að komast í stúkur og mannvirki sem voru sett upp fyrir mótið á vellinum. Það var ekki meira en sólahring eftir að mótinu lauk að rýma þurfti svæðið allt í kringum völlinn. Ekki er vitað hversu mikið tjón var á sjálfum vellinum.