Fréttir

Enginn að horfa
Þriðjudagur 28. febrúar 2023 kl. 22:08

Enginn að horfa

Charles Howell III sigraði á fyrsta mótinu á LIV mótaröðinni nú um helgina og fékk fyrir sigurinn andvirði 575 milljóna íslenskra króna. Lið Crushers GC sigraði liðakeppnina, en það er lið Howell, Paul Casay, Bryson Deschambeu og Anirban Lahiri. 

Opnunarhelgi LIV mótaraðarinnar var ekki dregin uppúr hatti, því um síðustu helgi var eitt slappasta mótið á PGA mótaröðinni, Honda Classic. Þar sigraði Chris Kirk á 14 höggum undir pari. Chris Kirk fór heim með 518 milljónir í farteskinu fyrir sigurinn. Samtals tóku sigurvegarar helgarinnar því heim ríflega 1 milljarð í verðlaunafé. Neðstu sætin á LIV gáfu um sautján milljónir, meðan þeir neðstu sem náðu niðurskurðinum á Honda Classic fengu um 2 milljónir í sinn hlut.

Mótið á LIV var það fyrsta sem sýnt er í beinni útsendingu í sjónvarpi. Að helginni lokinni kom í ljós að tíu sinnum fleiri höfðu horft á PGA mótaröðina en LIV. Svo slappar voru áhorfstölurnar á LIV mótið í Mexíkó að helst er talað um enginn hafi verið að horfa. Áhorfstölurnar eru frá Bandaríkjunum.

Gaman verður að fylgjast með hvernig þessi mál þróast þegar líður á keppnistímabilið.