Hellishólar
Hellishólar

Fréttir

Engir áhorfendur á PGA mótaröðinni næstu vikurnar
Leikið er á TPC Sawgrass vellinum í dag.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 17:24

Engir áhorfendur á PGA mótaröðinni næstu vikurnar

PGA mótaröðin sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þess efnis að áhorfendur verði ekki leyfðir frá og með morgundeginum og að minnsta kosti út Valero Texas Open mótið sem fer fram dagana 2.-5. apríl. Fyrr í dag greindi Kylfingur frá því að búið væri að fresta næstu tveimur mótum á Evrópumótaröðinni vegna kórónuveirunnar en nánar má lesa um það hér.

Mótaröðin leggur áherslu á að ekki er fyrirhugað að fresta eða aflýsa mótum fyrir utan Corales Puntacana Resort & Club Championship sem fara átti fram á sama tíma og Heimsmótið í holukeppni. Því móti hefur verið frestað.

Players mótið hófst fyrr í dag og hafa áhorfendur fylgst með gangi mála á staðnum alla vikuna. Það verða hins vegar engir áhorfendur á svæðinu frá og með morgundeginum þegar annar keppnishringur mótsins verður leikinn.

Ekki kemur fram í tilkynningunni hvort áhorfendur verði leyfðir á Masters mótinu sem fer fram dagana 9.-12. apríl en líklegt þykir að mótið fari fram án áhorfenda þetta árið.

Tilkynningu PGA mótaraðarinnar má sjá hér fyrir neðan:

View this post on Instagram

An update from Commissioner Monahan.

A post shared by PGA TOUR (@pgatour) on