Fréttir

Erfiður endir hjá Guðrúnu Brá | Berglind á fjórum yfir
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 20:25

Erfiður endir hjá Guðrúnu Brá | Berglind á fjórum yfir

Þær Berglind Björnsdóttir, GR, og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hófu í dag leik á Skafto Open mótinu en það er hluti af LET Access mótaröðinni. Leikið er á Skafto vellinum í Svíþjóð.

Guðrún Brá hóf leik á 10. holu í dag og var að leika vel framan af. Hún var á höggi undir pari eftir 13 holur. Þá komu aftur á móti þrír skollar í röð. Hringinn endaði hún á 71 höggi, eða tveimur höggum yfir pari, og er hún jöfn í 45. sæti eftir daginn.

Berglind lék tveimur höggum verr en Guðrún, eða á 73 höggum. Hún var á höggi yfir pari eftir níu holur. Síðari níu holurnar lék hún aftur á móti á þremur höggum yfir pari. Eftir daginn er Berglind jöfn í 74. sæti.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.


Berglind Björnsdóttir.