Örninn 2021 #2
Örninn 2021 #2

Fréttir

Evian risamótið hófst í dag
Emily Kristine Pedersen fékk örn á síðustu braut dagsins
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 22. júlí 2021 kl. 16:42

Evian risamótið hófst í dag

Evian Championship fimmta risamótið í kvennagolfinu hófst í Frakklandi í dag.

Eftir fyrsta hring eru tveir kylfingar efstir og jafnir á 6 höggum undir pari þær Yealimi Noh frá Bandaríkjunum og Pajaree Anannarukarn frá Thailandi. Þéttur pakki kylfinga kemur þar skammt á eftir. Þeirra á meðal er Emily Kristine Pedersen frá Danmörku sem fékk örn á síðustu braut dagsins eins og sjá má neðst í fréttinni.

Evian mótið var fyrst leikið árið 1994 þegar Helen Alfredsson frá Svíþjóð sigraði en hún hefur sigrað þrisvar sinnum á mótinu oftast allra kylfinga Á síðasta ári var mótinu aflýst vegna heimsfaraldursins. Síðast þegar mótið var leikið árið 2019 var það Ko Jin-young frá Suður Kóreu sem sigraði.

Staðan í mótinu

Örninn járn 21
Örninn járn 21