Fréttir

Evrópumeistarinn er með forystu í kvennaflokki
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
fimmtudaginn 4. ágúst 2022 kl. 20:54

Evrópumeistarinn er með forystu í kvennaflokki

Hin fimmtán ára Perla Sól Sigurbrandsdóttir, nýkrýndur Evrópumeistari í golfi, lék best allra í stjörnum prýddum kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi í Eyjum á fyrsta keppnisdegi. Perla lék á pari vallarins við krefjandi aðstæður. 

Þrír GR kylfingar eru í næstu þremur sætum, þar á meðal þrefaldur Íslandsmeistari, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir en hún er á +4. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, einnig fyrrum þrefaldur meistari er í 5.-8. sæti á sex yfir pari.

GR-ingar eru í fjórum efstu sætunum og er ljóst að spennandi keppni er framundan í kvennaflokknum á Íslandsmótinu í golfi 2022. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er önnur á +3 og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er á +4. Ólafía Þórunn er þrefaldur Íslandsmeistari líkt og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, sem lék á 76 höggum í dag.

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR 70 högg (par)

2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 73 högg (+3)

3. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR 74 högg (+4)

4. Berglind Björnsdóttir, GR 75 högg (+5)

5.-8. Heiða Guðnadóttir, GM 76 (+6)

5.-8. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA 76 (+6)

5.-8. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 76 (+6)

9.-10. Ástrós Arnarsdóttir, GKG 77 högg (+7)

9.-10. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG 77 högg (+7)

11. Saga Traustadóttir, GKG 78 högg (+8)