Evrópumenn unnu Ryder bikarinn eftir æsispennandi lokadag
Evrópa vann Ryder bikarinn eftir æsispennnadi lokadag á Bethpage Black vellinum í New York í dag. Heimamenn náðu sér loks á strik og voru nálægt því að stela sigrinum en Evrópumenn voru með sjö vinninga forskot í upphafi dags en lokatölur urðu 13-15.
Evrópa stillti upp sínu sterkustu kylfingum í fyrstu viðureignirnar og í þær síðustu. Byrjunin lofaði góðu en aðeins á fyrstu brautunum því um miðjan dag fór allt að falla heimamönnum í vil. Þeir unnu þrjár fyrstu viðureignirnar á 18. holu og rauði liturinn var áberandi á stigatöflunni. En þrátt fyrir frábæra frammistöðu dugði það ekki og Evrópumenn náðu að knýja fram nauman sigur.
Írinn Shane Lowry tryggði fjórtánda stigið með jafntefli í sínum leik og þannig að Evrópa gæti ekki tapað bikarnum. Englendingurinn Hatton kom svo með jafntefli stuttu síðar og tryggði þannig sigur Evrópumanna. Skotinn Mcintyre bætti svo við enn einu jafnteflinu í síðasta leik dagsins og lokastaðan varð því 13-15.
Svínn Ludvig Äberg var sá eini sem sigraði sinn leik en fimm jafntefli dugðu Evrópu til að sigra. Bandaríkjamenn unnu sex viðureignir en ein viðureign Norðmannsins Hovland gegn Harris English var dæmd í jafntefli vegna meiðsla Hovlands.
Þetta er í fyrsta skipti sem lið vinnur fjóra fyrstu umferðirnar í mótinu en Evrópa var með yfirburði í fjórmenningi og fjórbolta. Bandaríkjamenn hafa oft verið sterkari í tvímenningi og það voru þeir að þessu sinni en það dugði bara ekki því forysta Evrópu var svo mikil fyrir lokadaginn,
„Þetta voru erfiðustu tólf klukkutímar í mínu lífi en þetta hafðist og það er það sem skiptir mestu máli,“ sagði Luke Donald, fyrirliði Evrópumanna en hann er annar fyrirliði í sögunni sem vinnur heima og heiman. Síðast gerðist það hjá Tony Jacklin fyrir fjörutíu árum.
Næsta mót verður eftir tvö ár á Adare Manor vellinum á Írlandi.
1/0 Cameron Young - Justin Rose (18. hola)
1/0 Justin Thomas - Tommy Fleetwood (18. hola)
Bryson DeChambeau 1/2 Matt Fitzpatrick (18. hola)
1/0 Scottie Scheffler - Rory McIlroy (18. hola)
Patrick Cantlay - Ludvig Aberg 2/0 (18. hola)
4/3 Xander Schauffele - Jon Rahm (15. hola)
2/1 JJ Spaun - Sepp Straka (17. hola)
Russell Henley 1/2 Shane Lowry (18. hola)
1/0 Ben Griffin - Rasmus Hojgaard (18. hola)
Collin Morikawa 1/2 Tyrrel Hatton (18. hola)
Sam Burns 1/2 Robert MacIntyre (18. hola)
Harris English 1/2 Viktor Hovland
https://kylfingur.is/frettir/evropumenn-unnu-ryder-bikarinn---aesispennandi-lokadagur
Fair play @RyderCupUSA, that was some Sunday 🤝 pic.twitter.com/PNVCzVPbQQ
— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2025
Luke Donald í viðtali eftir sigurinn
"I couldn't be more proud of these guys and what they've gone through."#TeamEurope | #OurTimeOurPlace pic.twitter.com/EKiAnAQaz2
— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2025
Shane. Lowry. Is. A. Legend. #TeamEurope | #OurTimeOurPlace pic.twitter.com/hSqGbPjTAM
— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2025
Shane Lowry náði 14. stiginu og tryggði Evrópu að minnsta jöfnun og að halda bikarnum.
Speechless, Shane 🥹#TeamEurope | #OurTimeOurPlace pic.twitter.com/BJUxjTU4jX
— Ryder Cup Europe (@RyderCupEurope) September 28, 2025