Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Ashun Wu bætir í forystuna
Ashun Wu
Föstudagur 14. september 2018 kl. 23:10

Evrópumótaröð karla: Ashun Wu bætir í forystuna

Annar hringur KLM Open mótsins var leikinn í dag við frábærar aðstæður á Evrópumótaröðinni. Það er Kínverjinn Ashun Wu sem er enn í forystu eftir tvo hringi á samtals 12 höggum undir pari.

Wu var einnig í forystu eftir fyrsta hring en þá var forysta hans aðeins eitt högg. Eftir hring upp á 66 högg í dag, eða fimm högg undir pari, er forystan komin í þrjú högg.

Einn í öðru sæti er Englendingurinn Jonathan Thomson. Thomson byrjaði daginn frábærlega en hann lék fyrri níu holurnar á 29 höggum. Hringinn endaði hann á 64 höggum eða sjö höggum undir pari. Eftir daginn er hann á samtals níu höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)