Fréttir

Evrópumótaröð karla: Casey í leit að 15. sigrinum
Paul Casey. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 30. janúar 2021 kl. 21:14

Evrópumótaröð karla: Casey í leit að 15. sigrinum

Englendingurinn Paul Casey er með eins höggs forystu fyrir lokahringinn á Omega Dubai Desert Classic mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi.

Casey er í leit að 15. sigrinum sínum á Evrópumótaröðinni en hann er á 15 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Í dag spilaði hann á 64 höggum, tapaði ekki höggi og endaði á fugli og erni.

Robert MacIntyre er annar á 14 höggum undir pari en Skotinn ungi sigraði á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í fyrra.

Ljóst er að sigurvegari síðasta árs mun ekki ná að verja titilinn Lucas Herbert er jafn í 29. sæti á 4 höggum undir pari, 11 höggum á eftir Casey.

Lokahringur mótsins fer fram á sunnudaginn. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Sigrarnir 14 hjá Paul Casey á Evrópumótaröð karla:

2001 - Gleneagles Scottish PGA Championship
2003 - ANZ Championship
2003 - Benson & Hedges International Open
2005 - TCL Classic
2005 - Volvo China Open
2006 - Johnnie Walker Championship
2006 - HSBC World Match Play Championship
2007 - Abu Dhabi Golf Championship
2009 - BMW PGA Championship
2011 - Volvo Golf Champions
2013 - The Irish Open
2014 - KLM Open
2019 - Porsche European Open