Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Evrópumótaröð karla: De Jager efstur þegar mótið er hálfnað
Louis De Jager.
Föstudagur 15. mars 2019 kl. 17:08

Evrópumótaröð karla: De Jager efstur þegar mótið er hálfnað

Það er Suður-Afríkubúinn Louis De Jager sem er í forystu eftir tvo hringi á Kenya Open mótinu sem er hluti af Evrópumótaröð karla. Hann er með fjögurra högga forystu á næstu menn.

Fyrir daginn voru þeir De Jager og Jack Singh Brar jafnir á sjö höggum undir pari. Á meðan Brar náði aðeins að leika á höggi undir pari, lék De Jager við hvern sinn fingur og kom í hús á fimm höggum undir pari, eða 66 höggum. 

Örninn 2025
Örninn 2025

Eftir daginn er De Jager á samtals 12 höggum undir pari, fjórum höggum á undan þeim Adri Arnaus og Jack Singh Brar.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.