Fréttir

Evrópumótaröð karla: Heimamaðurinn fagnaði öruggum sigri
Christiaan Bezuidenhout
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 29. nóvember 2020 kl. 18:57

Evrópumótaröð karla: Heimamaðurinn fagnaði öruggum sigri

Heimamaðurinn Christiaan Bezuidenhout fagnaði nokkuð öruggum sigri á Alfred Dunhill Championship mótinu sem lauk í dag í Suður-Afríku. Mótið var haldið í sameiningu af Evrópumótaröð karla og Sunshine mótaröðinni og var leikið á hinum magnaði Leopard Creek velli.

Bezuidenhout byrjaði daginn þremur höggum á eftir Adrian Meronk sem var í forystu eftir fyrstu þrjá hringina. Á meðan Meronk gaf eftir lék Bezuidenhout  mjög vel í dag. Hann átti annan besta hring dagsins er hann kom í hús á 69 höggum, eða þremur höggum undir pari. Hann endaði á 14 höggum undir pari.

Næstu menn enduðu á 10 höggum undir pari en fjórir kylfingar voru jafnir. Það voru þeir Richard Bland, Sean Crocker, Adrian Meronk og Jayden Schaper.

Þetta er annars sigur Bezuidenhout á Evrópumótaröðinni en fyrsti sigur hans kom í fyrra á Andalucía Masters mótinu.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.