Golfbúðin #Siglo
Golfbúðin #Siglo

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Karlsson bestur í Belgíu
Anton Karlsson.
Fimmtudagur 30. maí 2019 kl. 18:40

Evrópumótaröð karla: Karlsson bestur í Belgíu

Belgian Knockout mótið hófst í dag á Evrópumótaröðinni. Það er Svíinn Anton Karlsson sem er í forystu eftir daginn á átta höggum undir pari.

Mótið er leikið með töluvert öðruvísi sniði en gengur og gerist. Það eru samtals 144 keppendur sem hófu leik í morgun og er þeim skipt í tvo riðla þar sem 72 kylfingar eru í hverjum riðli. Að loknum tveimur hringjum komast 32 kylfingar úr hvorum riðli áfram. Þrjár holukeppnisumferðir verða síðan leiknar á laugardeginum og þrjár á tvær á sunnudeginum.

Í A-riðli eru það þeir Dean Burmester og Chris Paisley sem eru í forystu á samtals sex höggum undir pari. Það er svo Karlsson sem er í forystu í B-riðlinum.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu ásamt því að þar má finna myndband sem útskýrir leikfyrirkomulagið betur.