Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Li byrjaði vel í titilvörninni
Haotong Li sigraði á Omega Dubai Desert Classic mótinu í fyrra.
Fimmtudagur 24. janúar 2019 kl. 10:56

Evrópumótaröð karla: Li byrjaði vel í titilvörninni

Kínverjinn Haotong Li lék fyrsta hringinn á Omega Dubai Desert Classic mótinu á 5 höggum undir pari eða 67 höggum og er í toppbaráttunni þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hring.

Li, sem hafði betur gegn Rory McIlroy á endasprettinum í fyrra, fékk sjö fugla og tvo skolla á hring dagsins en hann var á tímabili í forystu í mótinu.

Örninn 2025
Örninn 2025

Li var ekki eini fyrrum sigurvegari mótsins sem byrjaði vel en Sergio Garcia er jafn í efsta sæti. Garcia sigraði á mótinu árið 2017.

Bryson DeChambeau fór einnig vel af stað og er jafn Garcia í efsta sætinu. DeChambeau á enn eftir að sigra á erlendri grundu en allir atvinnusigrar hans til þessa hafa komið í Bandaríkjunum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]