Evrópumótaröð karla: Li byrjaði vel í titilvörninni
Kínverjinn Haotong Li lék fyrsta hringinn á Omega Dubai Desert Classic mótinu á 5 höggum undir pari eða 67 höggum og er í toppbaráttunni þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta hring.
Li, sem hafði betur gegn Rory McIlroy á endasprettinum í fyrra, fékk sjö fugla og tvo skolla á hring dagsins en hann var á tímabili í forystu í mótinu.
6 birdies in 10 holes...@haotong_li is leading in Dubai again. pic.twitter.com/I4EIliWDbx
— The European Tour (@EuropeanTour) January 24, 2019
Li var ekki eini fyrrum sigurvegari mótsins sem byrjaði vel en Sergio Garcia er jafn í efsta sæti. Garcia sigraði á mótinu árið 2017.
Bryson DeChambeau fór einnig vel af stað og er jafn Garcia í efsta sætinu. DeChambeau á enn eftir að sigra á erlendri grundu en allir atvinnusigrar hans til þessa hafa komið í Bandaríkjunum.
Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.
Different styles, same outcome. pic.twitter.com/3ITHNkUGOh
— The European Tour (@EuropeanTour) January 24, 2019