Fréttir

Evrópumótaröð karla: McIlroy kominn í 5. sætið
Rory McIlroy. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 4. nóvember 2019 kl. 15:00

Evrópumótaröð karla: McIlroy kominn í 5. sætið

Norður-Írinn Rory McIlroy er kominn upp í 5. sæti á Race to Dubai stigalista Evrópumótaraðar karla þegar þrjú mót eru eftir af tímabilinu. McIlroy sigraði eins og frægt er orðið á HSBC heimsmótinu sem fór fram um síðustu helgi á Heimsmótaröðinni eftir bráðabana gegn Xander Schauffele.

Fyrir mótið var McIlroy í 33. sæti stigalistans og fer hann því upp um 28 sæti á uppfærðum lista. Hann á þó enn langt í land með að ná efstu mönnum en Bernd Wiesberger situr í efsta sætinu með 4.240 stig samanborið við 2.763 stig McIlroy.

Næsta mót á Evrópumótaröð karla er Turkish Airlines Open mótið sem fer fram dagana 7.-10. nóvember.

Hér er hægt að sjá stöðuna á stigalistanum í heild sinni.