Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Evrópumótaröð karla: Mikko Korhonen frábær í Austurríki
Mikko Korhonen
Laugardagur 9. júní 2018 kl. 15:03

Evrópumótaröð karla: Mikko Korhonen frábær í Austurríki

Finninn Mikko Korhonen er í frábærum málum þegar einum hring er ólokið á Shot Clock Masters mótinu sem fer fram um helgina á Evrópumótaröðinni. Hann er á 13 höggum undir pari og með fimm högga forystu fyrir lokahringinn.

Korhonen hefur leikið ótrúlegt golf fyrstu þrjá hringina. Hann hefur leikið hringina þrjá á 68-67-68 höggum og í þokkabót hefur hann ekki tapað höggi í mótinu. Hann hefur aðeins fengið 13 fugla og restina pör.

Justin Walters er einn í öðru sæti á átta höggum undir pari. Hann lék á 72 höggum í dag, eða pari vallar.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)