Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Evrópumótaröð kvenna: Celine Herbin tryggði sér sigurinn á lokaholunni
Celine Herbin.
Sunnudagur 19. maí 2019 kl. 14:00

Evrópumótaröð kvenna: Celine Herbin tryggði sér sigurinn á lokaholunni

La Reserva de Sotogrande Invitational mótinu á Evrópumótaröð kvenna lauk nú fyrir skömmu og var það hin franska Celine Herbin sem bar sigur úr býtum. Hún lauk leik á samtals 6 höggum undir pari og sigraði því með einu höggi.

Herbin lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og tryggði sér sigurinn með fugli á 18. holu. Esther Henseleit frá Þýskalandi endaði í öðru sæti á samtals 5 höggum undir pari. Hún var jöfn Herbin fyrir lokaholuna en fékk aðeins par og þurfti því að sætta sig við 2. sæti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Herbin og Henseleit voru með nokkuð forskot á næstu kylfinga en þrjár konur enduðu jafnar í þriðja sæti á samtals tveimur höggum undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir voru á meðal keppenda en þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn.

Hér má sjá lokastöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
[email protected]