Evrópumótaröðin: Brett Rumford með tveggja högga forystu
Fysti hringur á ISPS Handa World Super 6 Perth mótinu var leikinn í Ástralíu nú í morgun, en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Það er heimamaðurinn Brett Rumford sem leiðir eftir fyrsta hring, en hann lék á 64 höggum, eða 8 höggum undir pari í dag og er því með tveggja högga forystu.
Rumford hóf leik á 10. holu og fékk hvorki meira né minna en 10 fugla á hringnum í dag. Fyrri 9 holurnar lék hann á 7 höggum undir pari en fékk svo tvo skolla á stuttum kafla. Hann endaði svo hringinn á að fá þrjá fugla til viðbótar og kom í hús á 8 höggum undir pari.
Tveir kylfingar eru jafnir í 2. sæti á 6 höggum undir pari. Það eru þeir Lee Westwood og James Nitties. 9 kylfingar eru svo jafnir í 4. sæti á 5 höggum undir pari.
Lee Westwood er jafn í 2. sæti.