Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Evrópumótaröðin: Paisley sigraði á BMW SA Open
Chris Paisley.
Sunnudagur 14. janúar 2018 kl. 15:27

Evrópumótaröðin: Paisley sigraði á BMW SA Open

Englendingurinn Chris Paisley sigraði í dag í fyrsta sinn á Evrópumótaröðinni þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á BMW SA Open. 

Paisley lék hringina fjóra á 21 höggi undir pari og lék þremur höggum betur en Branden Grace sem endaði annar. Heimamaðurinn JC Ritchie endaði svo í þriðja sæti á 16 höggum undir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mót helgarinnar var númer 121 á ferli Paisley á Evrópumótaröðinni og því kærkominn sigur hjá Englendingnum. Kona hans, Keri, var á pokanum í fyrsta sinn og því spurning hvort hún sé ekki komin með nýtt starf eftir mótið.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
[email protected]