Evrópumótaröðin: Paisley sigraði á BMW SA Open
Englendingurinn Chris Paisley sigraði í dag í fyrsta sinn á Evrópumótaröðinni þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á BMW SA Open.
Paisley lék hringina fjóra á 21 höggi undir pari og lék þremur höggum betur en Branden Grace sem endaði annar. Heimamaðurinn JC Ritchie endaði svo í þriðja sæti á 16 höggum undir pari.
Mót helgarinnar var númer 121 á ferli Paisley á Evrópumótaröðinni og því kærkominn sigur hjá Englendingnum. Kona hans, Keri, var á pokanum í fyrsta sinn og því spurning hvort hún sé ekki komin með nýtt starf eftir mótið.
Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.
The final #BMWSAOpen leaderboard:
— The European Tour (@EuropeanTour) January 14, 2018
🏴 -21 Chris Paisley
🇿🇦 -18 Branden Grace
🇿🇦 -16 JC Ritchie
🇿🇼 -14 Scott Vincent
🇿🇦 -14 Jacques Kruyswijk
🇿🇦 -14 Jacques Blaauw
📊 Results: https://t.co/KQncRC6MUO pic.twitter.com/jg7GGONyql
Mr & Mrs Paisley 🧑🏻🏆👱🏻♀️
— The European Tour (@EuropeanTour) January 14, 2018
The @BMWSAOpen was wife Kerri's first event caddying for her husband. pic.twitter.com/qIUMBERseV