Fréttir

Feðgar etja kappi um Landsmótstitil
Föstudagur 24. mars 2023 kl. 07:47

Feðgar etja kappi um Landsmótstitil

Mikil barátta er fraumundan í Landsmótinu í golfhermum. Lokakeppnin fer fram sunnudaginn 2. apríl í Íþróttamiðstöð GKG í Garðabæ. 

Leikið verður á Grafarholtsvelli en fyrirhuguð spá fyrir lokahringinn er mikill vindur og jafnvel ausandi rigning samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Jónssyni mótsstjóra. Saga Traustadóttir GKG og Gunnlaugur Árni Sveinsson GKG eiga titil að verja. Þau eru bæði í lokakeppninni. Saga varð í öðru sæti á eftir Heiðrúnu Önnu Hlynsdóttur GOS í kvennaflokknum. Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir eru líka meðal keppenda svo búist er við spennandi keppni.

Í karlaflokknum er uppi áhugaverð staða þar sem Gunnlaugur Árni mun meðal annrra etja kappi við föður sinn Svein Kristinn Ögmundsson og Sigurð Arnar Garðarsson sem nýlega vann sér inn milljónir í alþjóðlegri golfhermakeppni. Sigurðar Arnar var efstur í forkeppninni á 60 höggum og er án vafa fremsti golfhermaspilari landsins í dag.

Spennandi keppni framundan eftir rúmlega viku þar sem allt getur gerst.

 

Landsmót kvenna í golfhermum seinni undankeppni

Sæti

Nafn

Klúbbur

Að pari

Skor

1

Heiðrún Anna Hlynsdóttir

GOS

-4

67

2

SagaTraustadottir

GKG

-2

69

2

Guðrún Brá Björgvinsdóttir

GK

-2

69

4

Sara Kristinsdóttir

GM

+1

72

4

Ragnhildur Kristinsdóttir

GR

+1

72

4

Hrafnhildur Guðjónsdóttir

GO

+1

72

7

Berglind Erla Baldursdóttir

GM

+2

73

8

Elsa Maren Steinarsdottir

GL

+4

75

Elsa Maren var með betri árangur á seinni 9 holum og hlýtur því 8. sætið.

 

 

Landsmót karla í golfhermum seinni undankeppni

Sæti

Nafn

Klúbbur

Að pari

Skor

1

Sigurdur Arnar Garðarsson

GKG

-11

60

2

Aron Snær Júlíusson

GKG

-8

63

3

Guðjón Frans Halldórsson

GKG

-5

66

4

Gunnlaugur Árni Sveinsson

GKG

-4

67

5

Aron Skúli Ingason

GM

-3

68

5

Ingi Rúnar

-3

68

5

Sveinn K Ögmundsson

GKG

-3

68

5

Viktor Ingi Einarsson

GR

-3

68