Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Fékk sjampó í afmælisgjöf frá Evrópumótaröðinni
Tommy Fleetwood.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 20. janúar 2020 kl. 18:34

Fékk sjampó í afmælisgjöf frá Evrópumótaröðinni

Englendingurinn Tommy Fleetwood fagnaði á sunnudaginn 29 ára afmæli sínu með því að spila lokahringinn á Abu Dhabi HSBC meistaramótinu á 63 höggum.

Fleetwood var ekki langt frá því að stela sigrinum en hann varð að lokum tveimur höggum á eftir samlanda sínum Lee Westwood sem fagnaði sínum 25. sigri á Evrópumótaröðinni.

Eftir hringinn veitti Evrópumótaröðin hinum hárprúða Fleetwood sjampó í afmælisgjöf en eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan var Fleetwood sá ánægðasti með gjöfina.

Næsta mót á dagskrá hjá Fleetwood er Omega Dubai Desert Classic sem fer fram dagana 23.-26. janúar.