Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Ferðaskrifstofan Iceland Pro Travel með ferðir til Oliva Nova
Þriðjudagur 11. janúar 2011 kl. 19:38

Ferðaskrifstofan Iceland Pro Travel með ferðir til Oliva Nova

Ferðaskrifstofan Iceland Pro Travel hefur um árabil flutt fjölda erlendra ferðamanna til landsins, þó aðallega frá Þýskalandi. Á þessu ári mun ferðaskrifstofan bjóða Íslendingum nýjan og álitlegan valkost til viðbótar þeim mörgu valmöguleikum sem bjóðast á markaðnum.

Örninn 2025
Örninn 2025

IPT hefur nú gert samning við OLIVA NOVA um vikuferðir á frá með apríl 2011. OLIVA NOVA er fjögurra stjörnu golf- og strandhótel, sem staðsett er við Miðjarðarhafið mitt á milli spænsku stórborgana Alicante og Valencia. Þetta er einstaklega glæsilegt hótel, sem hefur upp á allt að bjóða til afþreyingar; golf, tennis, líkamsrækt, sól og baðströnd. Frábær aðstaða fyrir heilu fjölskylduna.

Golfvöllurinn er einkar glæsilegur, hannaður af meistara Severiano Ballesteros. Völlurinn hentar öllum kylfingum en er 6.270 metra langur af öftustu teigum. Fullkomið æfingasvæði . Möguleiki á golfkennslu fagkennara. IPT býður nú vikulegar ferðir frá 14. apríl með beinu flugi með Icelandair til Alicante á aðeins kr. 159.000 á mann í tvíbýli.

Innifalið: Flug m/sköttum, frír Tapas kvöldverður við komu auk drykkjar, 7 gistinætur í Luxus tveggja manna herbergjum með svölum, morgun- og kvöldverður, 5 golfhringir m/kerru, 5 daga aðgangur að æfingasvæði og ótakmarkaður fjöldi bolta, Þráðlaust Internet, aðgangur að líkamsræktarstöð.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar og skoða myndband með að smella hér. IPT travel, Ármúkla 15 – 108 Reykjavík sími: 510 6000 Netfang: [email protected]