Fréttir

Fimm kylfingar meðal 100 launahæsta íþróttafólks í heimi
Tiger Woods.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 12. júní 2019 kl. 11:09

Fimm kylfingar meðal 100 launahæsta íþróttafólks í heimi

Lionel Messi, leikmaður Barcelona og Argentínu, er launahæsti íþróttamaður í heimi samkvæmt Forbes sem gáfu út lista á þriðjudaginn. Fótboltamenn raða sér í þrjú efstu sæti listans en Tiger Woods, sem er efsti kylfingurinn á listanum, situr í 11. sæti.

Alls eru fimm kylfingar á meðal 100 launahæsta íþróttafólks í heimi en auk Woods eru þeir Phil Mickelson (19), Rory McIlroy (32), Justin Rose (47) og Jordan Spieth (52). Enginn kvenkylfingur kemst á listann að þessu sinni.

Topp tíu

1. Lionel Messi $127m
2. Cristiano Ronaldo $109m
3. Neymar $105m
4. Canelo Alvarez $94m
5. Roger Federer $93,4m
6. Russell Wilson $89,5m
7. Aaron Rodgers $89,3m 
8. LeBron James $89m
9. Stephen Curry $79,8m
10. Kevin Durant $65,4m

Tekjur kylfinganna fimm á listanum:

11. Tiger Woods $63,9m
19. Phil Mickelson $48,4m
32. Rory McIlroy $39m
47. Justin Rose $32,4m
52. Jordan Spieth $31,1m


Phil Mickelson.


Rory McIlroy.


Justin Rose.


Jordan Spieth.