Fréttir

Finnur er nýr framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness
Mánudagur 4. desember 2023 kl. 10:01

Finnur er nýr framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness

Stjórn Golfklúbbs Borgarness hefur ráðið Finn Guðmundsson sem nýjan framkvæmdastjóra klúbbsins. Finnur er borinn og barnfæddur Borgnesingur sem býr yfir mikilli reynslu í fyrirtækjarekstri, segir á Facebook síðu klúbbsins.

Á myndinni er t.v. nýráðinn framkvæmdastjóri GB, Finnur Guðmundsson og formaður GB, Ingvi Árnason að handsala ráðningarsaminginn.