Fleetwood lék með Guardiola þegar City varð meistari
Englendingurin Tommy Fleetwood, sem varð stigameistari á Evrópumótaröð karla árið 2017, var með Spánverjanum Pep Guardiola í holli þegar sá síðarnefndi varð Englandsmeistari sem stjóri Manchester City í fótbolta.
Þessu var greint frá í þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir allt það helsta í enska boltanum.
Guardiola hafði greint frá því að hann myndi spila golf á sama tíma og andstæðingar hans í Manchester United áttu leik við West Bromwich Albion, jafnvel þótt lið hans gæti orðið Englandsmeistari með hagstæðum úrslitum í þeim leik. Nú er því komin sönnun fyrir því.
„Þetta var í fyrsta skiptið sem við leikum saman,“ sagði Fleetwood þegar hann var spurður út í hringinn. „Ég hitti hann svo aftur um kvöldið og fagnaði titlinum með honum sem var mjög svalt enda ekki eitthvað sem þú gerir á hverjum degi.“
Mynd af þeim félögunum má sjá hér fyrir neðan.