Fréttir

Garcia og Callaway í sitthvora áttina
Sergio Garcia.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 15. janúar 2020 kl. 15:00

Garcia og Callaway í sitthvora áttina

Í byrjun ár hvers er yfirleitt einhverjir kylfingar sem gera samninga við nýja kylfuframleiðendur. Það er eflaust engin breyting sem kemur þó jafn mikið á óvart og breytingin hjá Sergio Garcia.

Aðeins tveimur árum eftir að Garcia hætti hjá TaylorMade Golf og skrifaði undir hjá Callaway er hann mættur til Abu Dhabi með nýjar kylfur í pokanum, sem eru ekki frá Callaway. Hann er því ekki bundin neinum kylfurframleiðanda og sagði í viðtali að samstarfið hefði ekki „smollið“.

„Því miður þá heldur samstarf mitt við Callaway ekki áfram. Ég er því ekki bundinn neinum framleiðanda. Ég mun spila með þeim kylfum sem mér líður best með og henta mér best. Það er staðan í dag og hef verið að vinna í þessu yfir hátíðarnar.“

„Það voru hlutir sem skeðu og margir af þeim hlutum sem Callaway vildi að ég gerði, gat ég bara ekki gert. Því miður þá var best fyrir báða aðila að halda í sitthvora áttina. Það er allt í góðu, það er engin ósætti milli okkar, þessir hlutir gerast.“

Garcia hefur leik á morgun á Abu Dhabi HSBC Championship mótinu á Evrópumótaröðina og eru flestar kylfur í pokanum frá Ping. Þrátt fyrir það er enginn samningur við Ping í kortunum að svo stöddu. Pokinn um helgina mun líta svona út:

Dræver: Ping G410
Brautartré: TaylorMade SIM, (3- og 5-tré)
Járn: Ping Bluepring, (3-PW)
Fleygjárn: Ping Glide 3.0
Pútter: Ping PLD Anser
Bolti: Titleist Pro V1
Skór: Adidas