Fréttir

Geitin á afmæli í dag
Tiger og Jack Nicklaus eru af flestum taldir bestu kylfingar sögunnar.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
fimmtudaginn 30. desember 2021 kl. 19:14

Geitin á afmæli í dag

Tiger Woods besti kylfingur allra tíma er 46 ára í dag. Enginn kylfingur í sögunni hefur haft jafn mikil áhrif á íþróttina. Vonandi eiga golfáhugamenn eftir að njóta þess að horfa á Tiger í fremstu röð í nokkur ár til viðbótar.

Fyrir tíma Tiger voru margir spekúlantar sem héldu því fram að golf væri ekki alvöru íþrótt. Svona æfði Tiger þegar hann var 24 ára gamall. Það er ekki á færi margra íþróttamanna að æfa svona mikið.

82 sigrar á PGA mótaröðinni til þessa og hver veit nema að hann eigi eftir að bæta við.

Af þessum 82 sigrum eru 15 risatitlar.

Til hamingju með afmælið Tiger Woods.