Fréttir

Glæsilegur sigur Kitayama á Bay Hill
Kurt Kutayama sæll í mótslok. Mynd/golfsupport.nl
Mánudagur 6. mars 2023 kl. 08:10

Glæsilegur sigur Kitayama á Bay Hill

Það var gríðarlega spenna á lokaholunum á  Bay Hill Inivtational mótinu á PGA mótaröðinni. Kurt Kitayama vann þá sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni en keppni var æsispennandi á lokahringnum þar sem margir áttu möguleika á sigri á þessu móti sem leikið er á heimavelli Arnolds Palmer. 

Fimm leikmenn voru efstir og jafnir á 8 höggum undir pari á lokaholunum. Kurt Kitayama var með tveggja högga forystu þegar hann hafði lokið 8 holum en sló útaf á 9.braut og endaði með þrefaldan skolla og missti forystuna til Jordan Spieth. Spieth náði ekki að hanga í baráttunni þar sem pútterinn sem hafði verið sjóðheitur brást honum. Viktor Hovland sem var 7 undir reyndi að slá 9 járnið 170 metra í öðru höggi inná 16., sem er par 5, en boltinn fór í vatn. Viktor fékk skolla og datt úr barátunni. Rory McIllroy náði forystunni í klúbbhúsi þegar hann kláraði á 70 höggum og 8 undir í heildina. Hann náði ekki að setja lokapúttið sitt í á 18. Var í dauðafæri en það rétt fór framhjá. Kitayama sló á sama tíma frábært högg inná 17. flöt og setti niður pútt fyrir fugli. Náði þar með forystunni á 9 höggum undir. Teighöggið hans á 18. lenti í þykkum karga vinstra megin brautar og hann gerði vel til að koma innáhögginu um 16 metra frá pinna. Stórkostlegt aðpútt hans endaði á holubrúninni, þar sem hann merkti boltann og kláraði svo stysta pútt sögunnar fyrir 500 milljónum, sem var hlutur sigurvegarans í þessu móti. 

Þetta var fyrsti sigur hins 30 ára gamla Kurt Kitayama á PGA mótaröðinni. 

Sjá úrslitin í mótinu hér.