Fréttir

Góð frammistaða í fyrsta mótinu hjá Íslandsmeistaranum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
sunnudaginn 14. september 2025 kl. 11:15

Góð frammistaða í fyrsta mótinu hjá Íslandsmeistaranum

Dagbjartur Sigurbrandsson endaði í 11. sæti á sínu fyrsta móti á Nordic mótaröðinni sem fram fór í Esbjerg í Danmörku í vikunni. Hlynur Bergsson sem hefur leikið í flestum Nordic mótum af íslensku kylfingunum endaði jafn í 31. sæti en hann vann mót á mótaröðinni fyrr í sumar.

Dagbjartur lék 54 holurnar á pari í mótinu 67-71-75 en Hlynur var á fjórum yfir, 71-72-74. Hann er í 30. sæti á stigalistanum. Hákon Örn Magnússon var einnig meðal þátttakenda en komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi á 71-75.

Örninn 2025
Örninn 2025

Lokastaðan.