Fréttir

Golfferð með útskriftarnemum PGA
Golfkennaranemarnir sem munu sjá um golfskólann.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 3. maí 2021 kl. 16:40

Golfferð með útskriftarnemum PGA

Útskriftarnemar í PGA golfkennaraskóla Íslands efna til golfferðar síðar í þessum mánuði. Upphaflega stóð til að fara til Spánar en sökum ástandins í heiminum verð að hverfa frá þeim plönum. Það kom ekki sök og kom sú hugmynd upp að fara í ferð innanlands og eru þrír áfangastaðir í boði.

Staðirnir sem um ræðir og dagsetningarnar á hverjum stað eru Borgarnes 21.-24. maí, Hellishólar 27.-30. maí og Selfoss einnig 27.-30. maí. Það skal þó tekið fram að þegar greinin er skrifuð er uppselt í Borgarnes en örfá sæti eru eftir á Hellishólum og Selfossi.

Þarna gefst kylfingum einstakt tækifæri á að leika golf undir handleiðslu verðandi PGA mentaðra kennara í fjóra daga og skerpa þannig vel á leiknum fyrir golfsumarið.

Eftirfarandi nemendur eru að útskrifast og munu sjá um golfskólann í ferðinni: Ari Magnússon, Ástrós Arnarsdóttir, Axel Bóasson, Brynjar Örn Rúnarsson, Birgir Vestmar Björnsson, Dagur Ebenezersson, Grétar Eiríksson, Guðjón Grétar Daníelsson, Guðmundur Daníelsson, Hallsteinn I. Traustason, Írean Asdís Óskarsdóttir, Jón Andri Finnsson, Margeir Vilhjálmsson, Ólafur Björn Loftsson, Rafn Stefán Rafnsson, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, Steinn Baugur Gunnarsson og Þorlákur Grímur Halldórsson.

Enn eru laus pláss í útskriftaferð PGA skólans á Hellishóla og Selfoss! Ekki láta þetta einstaka tækifæri framhjá þér fara! Skráning hér: https://forms.gle/t75zR1Qt7SMq7dob9

Posted by PGA Iceland on Tuesday, April 27, 2021