golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Golfið toppar körfuna í afreksstyrkjum frá ÍSÍ
Föstudagur 3. febrúar 2023 kl. 07:11

Golfið toppar körfuna í afreksstyrkjum frá ÍSÍ

Golfsamband Íslands fékk í lok janúar úthlutað 39.400.000 krónum úr afrekssjóði ÍSÍ, en það eru ríflega 3 milljónum meira en sambandið fékk úthlutað í fyrra. Eftirfarandi gildir um úthlutunina samkvæmt heimasíðu ÍSÍ: 

„Sérsambönd eru flokkuð í þrjá afreksflokka, þ.e. A/Afrekssérsambönd, B/Alþjóðleg sérsambönd og C/Þróunarsérsambönd. Við ákvörðun á styrkupphæðum til sérsambanda er fyrst horft til flokkunar þeirra í afreksflokka. Eftir því hvaða flokki þau tilheyra er heimilt að veita þeim styrk vegna ákveðna áhersluþátta. Þannig hljóta sérsambönd grunnstyrk sem er mishár eftir afreksflokki, styrk vegna þátttöku í HM/EM, styrk vegna hæfileikamótunar, vegna heilbrigðisteymis og vegna menntunar afreksþjálfara/landsliðsþjálfara. Í flokki A og B sérsambanda eru síðan fleiri flokkar sem eru styrktir, s.s. verkefni alþjóðlegra dómara, verkefni yngri liða/einstaklinga, vegna Ólympíuundirbúnings og vegna einstaklinga. Það sem greinir samt helst á milli sambanda varðandi upphæðir er umfang þess afreksstarfs sem á sér stað hjá samböndunum. Þannig skila öll sérsambönd inn áætlun um verkefni ársins, fjölda þátttakenda og lengd verkefna. Hvert mót fær ákveðinn stuðul eftir vægi mótsins samkvæmt skilgreiningu sérsambands. Úr þessum gögnum verður til mismunandi stigafjöldi fyrir hvert sérsamband og fær sambandið úthlutað hluta af styrknum samkvæmt þeim stigafjölda sem það mælist með.“

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Úthlutunin hefur helst verið í fréttum vegna þess að Körfuknattleikssamband Íslands KKÍ var sett í B flokk og framlög til KKÍ dregin saman um 15 milljónir. Hefur mörgum þótt sú ráðstöfun undarleg og körfuknattleiksforystan mjög ósátt. GSÍ getur hinsvegar vel við unað þar sem aukið er við framlög til afrekskylfinga. Knattspyrnusamband Íslands KSÍ fékk sem fyrr ekki krónu úr afrekssjóði ÍSÍ.

Sjá úthlutanir hér.