Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Golfklúbburinn Setberg tvöfaldast í stærð á einu ári
Mánudagur 21. nóvember 2011 kl. 14:02

Golfklúbburinn Setberg tvöfaldast í stærð á einu ári

Fjölgun varð á meðal íslenskra kylfinga í ár. Íslenskir kylfingar eru nú 16.054 talsins í 64 golfklúbbum. Golfklúbbur Reykjavíkur er stærsti golfklúbbur landsins með 2.810 félaga og fækkar félögum í klúbbnum um 83 á milli ára. Félögum fjölgar hins vegar í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar þar sem 105 kylfingar bætast við í klúbbinn á milli ára. Alls eru um 1.835 kylfingar í klúbbnum í dag.

Örninn 2025
Örninn 2025

Mest fjölgun er í Golfklúbbi Setbergs og eru nú alls 283 kylfingar í klúbbnum. Félagafjöldi tvöfaldast nánast í stærð á einu ári en 145 kylfingar voru í klúbbnum fyrir einu ári. Það bætast því við 138 kylfingar í klúbbnum á árinu 2011. Setbergsklúbburinn var endurreistur fyrir nokkrum árum og er klúbburinn nú kominn á mikið skrið.

Um 88% fjölgun er hjá Golfklúbbnum Vík en nú eru 49 kylfingar skráðir í klúbbinn. 71% fjölgun er hjá Golfklúbbi Bolungarvíkur þar sem 84 kylfingar eru nú í klúbbnum og Golfklúbburinn Vestarr stækkar einnig vel á árinu 2011 en þar var fjölgun um 44% eða 51 kylfing. 166 kylfingar eru nú í klúbbnum hjá Vestarr.

Hlutfallslega varð mest fækkun er hjá Golfklúbbi Seyðisfjarðar en þar fækkar kylfingum um 35% á milli ára. Félagar voru 54 árið 2010 en eru 35 í ár. Félögum fækkar um 24% á milli ára hjá Golfklúbbnum Hamar og eru félagar nú 106 en voru 139 á síðasta ári. Hjá Golfklúbbi Hveragerðis var einnig nokkur fækkun. Kylfingar voru 288 á síðasta ári en eru nú 208.

Sjá má frekari upplýsingar um félagafjölda kylfinga í íslenskum golfklúbbum með að smella hér.