Fréttir

Golfkylfur.is - Nýtt fyrirtæki fyrir sérsmíðaðar golfkylfur
Þriðjudagur 14. júní 2011 kl. 10:44

Golfkylfur.is - Nýtt fyrirtæki fyrir sérsmíðaðar golfkylfur

Fyrirtækið Golfkylfur.is hefur nú sett upp heimasíðu til að auglýsa starfsemi sína. Golfkylfur.is býður upp á sérsmíðun á golfkylfum og einnig allar viðgerðir svo sem gripaskipti og allar hugsanlegar mælingar eins og t.d. launch monitor mælingar. Á heimasiðunni munu koma reglulega inn greinar um allt varðandi golfkylfur. Birgir Vestmar Björnsson, stofnandi fyrirtækisins, er m.a. lærður í kylfusmíði og viðgerðum frá Golfsmith í Englandi.

Ég hef lesið mig til um og fiktað við golfkylfur frá því ég var krakki, svo endaði ég á að fara í nám í þessu hjá Golfsmith á Englandi. Í framhaldi af því hef ég lesið mig heilmikið til og er til dæmis líka orðinn „certified fitter“ frá Tom Wishon í dag. Ég hef fengið aðstöðu í Hraunkoti hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði þar sem ég hef unnið, þar fæ ég að smíða golfkylfur og það gengur allt vonum framar. Mjög mikið að gera í viðgerðum, gripaskiptum og helst í að sérsmíða kylfur, enda fáránlegt að nota nokkuð annað en sérsmíðað, tala nú ekki um þegar ég get boðið það á betra verði en þessu stóru merki,“ segir Birgir.

Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.golfkylfur.is