Fréttir

Ragga efst fyrir lokahringinn og Andrea í toppbaráttunni
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 12. september 2025 kl. 14:47

Ragga efst fyrir lokahringinn og Andrea í toppbaráttunni

Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur deilir efsta sæti fyrir lokahringinn á móti í St. Omer í Frakklandi á LET Access mótaröðinni. Hún er ásamt Feranda Lira frá Mexíkó á sex undir pari. Andrea Bergsdóttir er einnig í góðum málum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir komst í gegnum niðurskurðin á LET móti í Sviss.

Ragnhildur hefur leikið mjög gott golf fyrstu 36 holurnar, fyrri hringinn fór hún á einu höggi undir pari, 72, en annan hringinn lék hún á fimm undir pari, 67.

Andrea Bergsdóttir úr GKG er jöfn í 19. sæti á höggi yfirpari en hún átti erfiðar seinni níu holur á öðrum hring.  Hún lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur undir pari en lék ekki eins vel á öðrum hring og kom inn á fjórum yfir pari.

Örninn 2025
Örninn 2025

Haldi Ragnhildur sínu striki og verði meðal efstu kvenna á mótinu er hún líklega búin að tryggja sig meðal sex efstu á stigalistanum en tvö mót eru eftir fyrir utan þetta mót í Frakklandi. Það gefur henni þátttökurétt á LET Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í Evrópu á næsta ári og myndi þannig losna við að fara í úrtökumót í lok árs.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er meðal keppenda á Swiss Ladies Open á Migros golfvellinum í Sviss. Hún komst í gegnum niðurskurðinn en er á einu höggi yfir pari eftir 36 holur.

Staðan hjá Ragnhildi og Andreu.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er meðal keppenda á Swiss Ladies Open á LET mótaröðinni en leikið er á Migros golfvellinum í Sviss. Hún komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir að hafa leikið á

Staðan hjá Guðrúnu.