GolfTV: Golfbíll náði tæplega 200 km hraða á klukkstund
Golfbílar eru þekkt fyrirbæri á golfvöllum en slík farartæki fara ekki hratt yfir enda engin ástæða til. Þeir sem standa að baki The Plum Quick Racing hópnum eru ekki sammála því að golfbílar eigi ekki að vera hraðskreiðir og þeir settu nýtt heimsmet á dögunum.
Sérútbúinn golfbíll, sem er reyndar 90% upprunalegur, náði tæplega 200 km hraða á klukkustund á kvartmílubraut í Suður-Karólínu. Bifreiðin náði 118,76 mílum á klukkustund (191.1 km/klst.) sem er nýtt heimsmet. Gamla metið var 166,8 km/klst.