Gott mót hjá Guðrúnu Brá í Hollandi
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili endaði jöfn í 53. sæti á Hollenska mótinu á Evrópumótaröðinni á Goyer golfsvæðinu í Hollandi. Hún endaði á þremur yfir pari og lék lokahringinn á parinu. Hin enska Minmi Rhodes frá Englandi sigraði á mótinu á -9.
Guðrún byrjaði frekar illa í mótinu en vann sig inn aftur og sýndi mikla keppnishörku að vinna sig aftur inn í mótið með þremur fuglum á síðustu fjórum holunum í öðrum hring, kláraði hann á og lék vel í 2. og lokahringnum. Í honum fékk hún einn skolla, einn fugl og sextán pör.
Guðrún er ekki með þátttökurétt á LET, Evrópumótaröðinni sem er sú sterkasta í Evrópu en er með þátttökurétt á LET Access röðinni, þeirri næstu fyrir neðan. Hún komst þó inn á þetta mót og vonast til að fá fleiri tækifæri á LET og möguleikarnir eru án efa meiri eftir að hún komst í gegnum niðurskurðinn.