Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

GR vonast til að geta opnað vellina sem fyrst
Laugardagur 18. apríl 2020 kl. 11:55

GR vonast til að geta opnað vellina sem fyrst

„Það hafa allir mestan áhuga á að vita hvenær vellir opni. Það liggur ekki fyrir þegar þessi orð eru rituð, en starfsfólk Golfklúbbs Reykjavíkur leggur metnað sinn í það að opna þá eins fljótt og kostur er. Vellirnir koma ágætlega undan vetri, frostlyftingar í brautum eru talsverðar en lítið sem ekkert kal í flötum. Það eru frábærar fréttir og veit á gott fyrir golfsumarið 2020. Nánari upplýsingar um opnun valla verða veittar um leið og þær liggja fyrir,“ segir Björn Víglundsson, formaður Golfklúbbs Reykjavíkur í bréf til félagsmanna í GR.

„Mikil umræða hefur skapast um það hvort óhætt sé að leika golf eða ekki við núverandi aðstæður. Golf er frábær íþrótt þegar fólk þarf að stunda „fyrirmyndarfjarlægð“.  Að viðhalda 2ja metra reglunni er einfaldara í golfi en flestum öðrum íþróttum. Það eru þó atriði sem huga þarf sérstaklega að og ber þar helst að nefna hrífur í glompum og snertifletir í kringum holuna. Starfsfólk GR vinnur að lausnum á þessum atriðum og stefnum við ótrauð á að geta opnað velli sem fyrst og leikið golf við sem eðlilegustu aðstæður á sama tíma og við förum í einu og öllu eftir ráðleggingum sóttvarnaryfirvalda. Ég er sannfærður um að góðar lausnir finnist á því og golfsumarið verði frábært,“ segir Björn í bréfi til félagsmanna.

Sjá pistil Björns í heild hér.