Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Guðmundur á pari þegar mótið er hálfnað
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 14. febrúar 2020 kl. 12:12

Guðmundur á pari þegar mótið er hálfnað

Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR lék í dag annan hringinn á Dimension Data Pro/Am sem er hluti af Áskorendamótaröðinni í golfi.

Guðmdundur lék hringinn á 2 höggum undir pari en alls fékk hann fjóra fugla og tvo skolla á hringnum. Byrjunin var sérstaklega góð en hann fékk þrjá fugla á fyrstu þremur holum dagsins.

Þegar fréttin er skrifuð er Guðmundur jafn í 112. sæti af 180 keppendum. Skorið verður niður í mótinu eftir þrjá daga þegar allir keppendur hafa spilað hringina þrjá í mótinu.

Líkt og Kylfingur greindi frá fyrr í vikunni er fjórfaldi risameistarinn Ernie Els á meðal keppenda í mótinu. Els er jafn í 3. sæti í mótinu á 11 höggum undir pari, sex höggum á eftir þeim Christiaan Bezuidenhout og Santiago Tarrio Ben sem leiða.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.