Klúbbhús við þekktan völl í London brann til kaldra kola
Klúbbhúsið við West Essex golfklúbbinn í Englandi brann til kaldra kola á mánudagskvöld. Engan sakaði og ekki er vitað hvernig eldurinn kom upp. Golfklúbburinn var stofnaður fyrir rúmum hundrað árum og völlurinn er meðal þekktari valla í London og hannaður af James Braid.
Um sextíu slökkviliðsmenn börðust við eldsvoðann sem jafnaði klúbbhúsið sem var opnað árið 1989, nánast við jörðu.
West Essex völlurinn hefur verið á lista yfir 100 bestu golfvelli Bretlands. Þaðan er útsýni yfir borgina og nokkur af einkennum hennar eins og London Eye.

Svona leit út glæsilegt klúbbhús út fyrir brunann.


