Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Guðmundur Ágúst meðal ellefu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 26. desember 2022 kl. 12:18

Guðmundur Ágúst meðal ellefu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, atvinnukylfingur er meðal ellefu efstu í kjöri á Íþróttamanni ársins 2022. Samtök íþróttafréttamanna standa að kjörinu. Greint verður frá úrslitum 29. desember í beinni útsendingu á RÚV.

Guðmundur hefur einu sinni áður verið í hópi efstu íþróttamanna landsins sem koma til greina að hljóta þettan stóra heiður. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem átti frábært ár á LPGA mótaröðinni 2017 er eini kylfingurinn í sögunni sem hefur hlotið titilinn Íþróttamaður ársins. Árið á undan var hún í 3. sæti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Alls hafa þrettán kylfingar verið á meðal tíu efstu frá upphafi. Guðmundur er sjá fjórtándi.

Ellefu efstu í kjöri íþróttamanns ársins 2022 eru í stafrófsröð:

Anton Sveinn McKee, sund.
Elvar Már Friðriksson, körfubolti.
Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti.
Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf.
Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir.
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar.
Ómar Ingi Magnússon, handbolti.
Sandra Sigurðardóttir, fótbolti.
Tryggvi Snær Hlinason, körfubolti.
Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti.

Félagar í Samtökum íþróttafréttamanna eru nú 31 og tóku þeir allir þátt í kjörinu í ár.

Hér má sjá lista yfir þá sem eru í samtökunum.

Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins 2022 verður lýst í Hörpu 29. desember. Sýnt verður beint frá hófinu á RÚV klukkan 19:40.

Eftirtaldir kylfingar hafa verið á topp 10 listanum í kjörinu á Íþróttamanni ársins og í sviganum er sætið sem kylfingurinn endaði í kjörinu það ár.

1963: Magnús Guðmundsson (10.)
1965: Magnús Guðmundsson (7.)
1977: Björgvin Þorsteinsson (9.)
1979: Hannes Eyvindsson (8.)
1981: Ragnar Ólafsson (6.)
1984: Ragnar Ólafsson (9).
1985: Sigurður Pétursson (3.)
1986: Úlfar Jónsson (9.)
1987: Úlfar Jónsson (2.-10.)
1988: Úlfar Jónsson (5.)
1990: Úlfar Jónsson (4.)
1992: Úlfar Jónsson (5.)
1993: Úlfar Jónsson (5.) Þorsteinn Hallgrímsson (8.)
1996: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
1997: Birgir Leifur Hafþórsson (6.)
1998: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.)
2000: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2001: Birgir Leifur Hafþórsson (6.)
2002: Ólöf María Jónsdóttir (9.)
2003: Ragnhildur Sigurðardóttir (9.)
2004: Ólöf María Jónsdóttir (4.), Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2005:Ólöf María Jónsdóttir (8.)
2006: Birgir Leifur Hafþórsson (4.)
2007: Birgir Leifur Hafþórsson (5.)
2011: Ólafur Björn Loftsson (10.)
2016: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (3.)
2017: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (1.), Valdís Þóra Jónsdóttir (9).
2018: Haraldur Franklín Magnús (7.)
2019: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (9.)
2022: Guðmundur Ágúst Kristjánsson.